Veislan þín

Veisluþjónusta Einsa kalda er framsækið þjónustufyrirtæki í veitingarekstri, til húsa  í Höllinni, glæsilegu veislu- og ráðstefnuhúsi.
Einsi og töfrateymið hans  bjóða  uppá alhliða veisluþjónustu, sem er sniðin að þörfum og óskum viðskiptavinanna.

Hafa samband

Salarkynni

Höllin er veislu- og ráðstefnuhús, sem tekur um 600 manns í sæti og er tilvalin fyrir stórar veislur. Veitingastaður Einsa kalda tekur um 80 manns í sæti. Ef það hentar ekki þinni veislu aðstoðum við þig við að finna sal við hæfi.
Það er sem sagt brugðist vel við þínum óskum og slegið upp veislu hvort sem þú vilt hafa fagnaðinn í bakgarðinum heima hjá þér, inni í helli, um borð í skemmtibát, upp á hrauni eða á öðrum stað sem þú af einhverjum eða engum ástæðum velur fyrir fagnaðinn.